Costco ráðleggingar konunnar sem hefur mætt aðeins of oft í Costco í „útlöndum“ … en aldrei mætt í hofið/hófið á Íslandi.
- Ekkert Kirkland súkkulaði er almennilega gott fyrir þann sem hefur áhuga á súkkulaði. „Dark Chocolate“ þýðir stundum bara 40%.
- Kirkland batterí leka svolítið þannig að ef að þú kaupir þau, ekki nota þau í neitt nema að þú skiptir reglulega um.
- Það er ekkert vitlaust að taka með einn vin/vinkonu sem er alltaf smá á bremsunni.
- Það er mjög ólíklegt að þú þurfir nokkur tíma að nota þrjá stóra WD-40 á þínum lífstíma.
- Þó að þér þyki eitthvað gott er ekkert víst að þér þyki það gott þegar þú átt tíu kg af því.
- Það er frábært að kaupa gallabuxur í Costco. Eiginlega allar mínar eru þaðan. Það er hins vegar ekkert góð mátunaraðstaða þannig að það er fínt að mæta í kjól til að máta úti á miðju gólfi. Ekki gera eins og ég og nota síman sem spegil og fatta svo allt einu að þú varst að taka mynd af rassinum á þér í miðri matvöruverslun.
- Blendtec og kitchenaid virka alls ekki verr þó að þau séu keypt í Costco en það þarf að kaupa t.d. hveitibrautina annars staðar
- Kirkland Malbec er alls ekki slæm hugmynd!
- Organic tómatar-paste í dós er frábær hugmynd.
- Pepperoni pizzan við útganginn er klikkuð!
- Makedóníu og pistasíu hneturnar eru fáránlega góð hugmynd.
- Fersku berin eru eiginlega alltaf frábær
- Það er ekki ólíklegt að það sé sykur í uppáhalds heilsuvörunni þinni.
Yfir og út — shop away!!!
Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu Svanlaugar en hún gaf Nútímanum góðfúslegt leyfi til að birta þessi frábæru ráð.