Auglýsing

Grímur tapaði orrustunni við matarræðið og fór að þyngjast mikið

Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson stundar hjólreiðar í frístundum. Fyrir fimm árum tapaði hann orrustunni um matarræðið vegna óreglulegs vinnutíma í starfi hans sem lögreglumaður og fór að þyngjast mikið. Þá byrjaði hann á því að fara í líkamsrækt, fékk sér þjálfara og tók á mataræðinu.

Þetta sagði Grímur í viðtal við Viktoríu Hermannsdóttur í þættinum Sunnudagssögur á Rás 2 í dag.

Grímur var meðal annars spurður út í rannsóknina á morði Birnu Brjánsdóttur. Hann sagði það vera ýkjur að hann hafi ekert sofið á meðan rannsókninni stóð. Hann hafi aldrei sofið á lögreglustöðinni en reyndi aftur á móti að skjótast heim og leggja sig smá.

Hann sagðist einnig ekki hafa leitað sér áfallahjálpar eftir að rannsókn lögreglu lauk. „Það verður hver og einn að meta hvað hann þarf og það skiptir líka máli hvert baklandið er,“ sagði Grímur í viðtalinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing