Auglýsing

Tara fór í brjóstaminnkun og leyfir fólki að fylgjast með batanum á Snapchat

Tara Brekkan Pétursdóttir fór í brjóstaminnkun á miðvikudaginn í síðustu viku og hefur leyft fylgjendum sínum á Snapchat að fylgjast með bataferlinu eftir það. Umbúðirnar verða fjarlægðar á morgun og ætlar hún að sýna frá því í beinni á Snapchat. Með þessu vill hún opna umræðuna um brjóstaminnkun. Þetta kemur fram á DV.

Brjóstaminnkun er ekki niðurgreidd af ríkinu og þurfti Tara því að borga rúmlega hálfa milljón fyrir aðgerðina. Sjálf ákvað hún að fara í brjóstaminnkun af því að þyngslin í brjóstunum höfðu slæm áhrif á bakið á henni.

„Ég er að borga fyrir þetta sjálf. Það er fáránlegt. Það þarf að vera svo svakalega mikið til þess að þetta sé niðurgreitt. Það eru svo margar stelpur sem þurfa á þessu að halda á Íslandi. Þess vegna vildi ég opna fyrir umræðuna á Snapchat. Það eru ótrúlega margar stelpur í sömu stöðu og ég,“ sagði Tara í samtali við DV.

Hún segist hafa fengið rosalega góð viðbrögð við snöppunum. Hún hefur meðal annars fengið skilaboð frá stelpum sem hafa sagt frá því að þær þurfi að grennast mikið til að fá aðgerðina niðurgreidda. „Þær þurfa að vera í ákveðinni þyngd og frekar grannar, þær mega ekki vera venjulegar,“ segir Tara.

Tara er með notendanafnið tara_makeupart á Snapchat.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing