Auglýsing

Sölvi Tryggva gengur berfættur á Helgafell og Glym til að ná betri jarðtengingu

Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur verið að æfa sig að ganga berfættur að undanförnu. Hann segist hafa fundið aðeins til þegar hann gekk á Helgafell fyrir ofan Hafnarfjörð og gangan upp að Glym í Hvalfirði hafi rifið í. Sölvi fékk þó engin sár enda með gott sigg á iljunum eftir að hafa æft skylmingar.

Sjá einnig: Sölvi Tryggva er með „zenað“ herbergi þar sem símar og tölvur eru bannaðar, sjáðu myndbandið

Það er ekki skortur á skóm sem gerir það að verkum að Sölvi gengur berfættur heldur vill hann ná betri jarðtengingu. Þess vegna hefur hann æft sig í þessu að undanförnu.Sölvi segist í samtali við Nútímann hafa komist að því eftir lestur bóka að það geti gert manni gott að vera berfættur í grasi, steinum eða mold.

„Jörðin er neikvætt hlaðin og við erum oft jákvætt hlaðin þegar við erum í stressi og rugli. Að vera berfættur í náttúrunni er alveg extra boost,“ segir hann. Þannig sé gott að vera berfættur til að ná betri jarðtengingu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing