Nokkrir íslenskir framleiðendur hafa fengið þau skilaboð frá Högum að ef þeir ætli að selja vörur sínar í Costco þá verði þær teknar úr hillum verslana Bónuss og Hagkaupa. Viðskiptablaðið segist hafa heimildir fyrir þessu.
Í frétt blaðsins segir að það hafi mælst illa fyrir hjá Högum þegar Costco bauð íslensku matvælafyrirtæki að taka vörur þess inn í versluna í Kauptúni í Garðabæ. Eftir að boðið spurðist út fékk forsvarsmaður íslenska fyrirtækisins símtal frá Högum og þau skilaboð að ef vörurnar yrðu seldar í Costco myndu þær ekki verða seldar í verslunum Haga.
Þá segir einnig í frétt Viðskiptablaðsins þykir eigendum rótgróinna íslenskra verslana slæmt að Costco skuli selja vörur sem fást víða á Íslandi, meðal annars íslensk matvæli, undir kostnaðarverði. Þar sem Costco er ekki með markaðsráðandi stöðu hér á landi getur fyrirtækið gert þetta.