Auglýsing

Stofnandi stærsta Costco-hópsins sendir frá sér tilkynningu: „Hér hjálpumst við öll að til að halda hreinu “

Í Facebook-hópnum Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð tekur fólk til eftir sig sjálft, kemur fram við aðra eins og það vill að komið sé fram við það og býr þröngt með öðrum. Þar hjálpast fólk við að halda hreinu og kemur fram við aðra af vinsemd og virðingu.

Þetta kemur fram í færslu sem Sólveig B. Fjólmundsdóttir, stofnandi hópsins, birti á síðunni í kvöld en þegar þetta er skrifað eru tæplega 74 þúsund manns í hópnum. Innan við tvær vikur eru liðnar frá því að verslunin var opnuð í Kauptúni í Garðabæ.

Í færslunni segir að á þeim níu dögum sem eru liðnir frá því að Sólveig stofnaði hópinn séu að baki nokkur viðtöl við fjölmiðla, nokkar óvissuferðir í „tilfinningarússíbananum“ og langar stundir við tölvuskjáinn.

„Ég náði ekkert að æfa mig fyrir þetta hlutverk, endaði algjörlega óvænt upp á sviði og ég er ekki búin að læra allan textann. Síðustu dagar hafa verið viðamesta spunaverkefni sem ég hef á ævi minni leikið rullu í. Það er óhætt að segja að þessi síða hafi komið í heimnn með látum,“ skrifar Sólveig.

Sólveig segist frá upphafi haft þann háttinn á að flest sem tilkynnt er (e. report) hverfur af síðunni. „Ég hef lagt fullkomið traust á ykkur að vega og meta hvað hér er við hæfi og hvenær mælirinn er fullur. Það hefur gengið vel og þið eigið með örfáum og vart nefnandi undantekningum hrós skilið,“ skrifar Sólveig.

Nútíminn tók saman þrjú atriði sem Sólveig telur mikilvægt að hafa í huga:

Í hópnum eiga ekki heima spurningar um upplýsingar sem hægt er að finna á heimasíðu Costco eða erindi sem eiga frekar heima hjá stjórnendum og/eða starfsmönnum Costco

Sólveig nefnir sem dæmi opnunartíma, aðildarkort, aðstoð við skráningar, væntanlegar vörur, spurningar um hvar vara er staðsett í versluninni, spurningar um hvort vara sé uppseld, aðgengi, kvartanir vegna rangrar afgreiðslu eða upplýsingar um endurgreiðslu á skemmdum varningi.

Á síðunni er ekki hægt að ná sambandi við verslunina, einstaka starfsmenn verslunarinnar eða aðra stjórnendur.

Á síðunni gengur ekki að spyrja hvort það sé röð á bensínstöðinni eða í og við verslunina eða hvort það sé mikið að gera í augnablikinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing