Árásarmenn óku sendibíl í hóp fólks á Lundúnabrú og stungu svo fólk á Borough-markaði í gærkvöldi. Fjallað er nánar um málið á vef The Guardian.
Hér er það sem við vitum um málið
- Sjö eru látnir eftir árásirnar og árásunum er lýst sem hryðjuverkaárás.
- Þrír menn sem grunaðir eru um árásirnar hafa verið skotnir til bana af lögreglu.
- Að minnsta kosti 48 til viðbótar eru slasaðir og hafa verið fluttir á sjúkrahús.
- Umferðarlögregluþjónn var stunginn í andlitið þegar hugðist bregðast við árásinni á Lundúnabrú.
- Samkvæmt talsmanni lögreglunnar í Lundúnum hefur lögreglan náð tökun á ástandinu í borginni. Ekki er búið að bera kennsl á árásarmennina.
Lögreglumaður birti þessi skilaboð á Twitter í morgun.
Stared shift taking photos with children playing on the Southbank. Ended it giving CPR to innocent victims attacked at London Bridge. ?
— Supt Roy Smith (@roysmithpolice) June 4, 2017
Sendiráð Íslands í London biður Íslendinga sem staddir eru í Lundúnum að láta aðstandendur vita af sér.