Auglýsing

Bændur náðu ljósmynd af innbrotsþjófi heima hjá Bubba sem varð til þess að hann náðist

Enginn var heima í dag það ungur fíkill braust inn á heimili Bubba Morthens og fjölskyldu hans í Kjós í dag. Bændur í sveitinni komu á vettvang og náðu mynd af þjófnum sem varð svo til þess að lögregla bar kennsl á hann og náði honum. Þetta segir Bubbi í samtali við Nútímann.

„Þetta er bara ógæfustrákur sem er í neyslu og skemmir útihurðir og þakglugga, tekur alla skartgripi, áratugaskartgripi og þeir negla hann bara strax,“ segir Bubbi sem var á leiðinni í mat til tengdó þegar hann fékk meldingu frá Securitas.

Ég bað bændur í sveitinni um að athuga málið og þeir tóku ljósmynd af honum. Lögreglan þekkti hann bara.

Drengurinn þekkir til á þessum slóðum og virðist því hafa vitað hann væri að brjótast inn hjá Bubba Morthens. Bubbi segir að lögreglan hafi komið að honum þar sem hann var að setja hluta af skartgripunum í poka. Bubbi hefur endurheimt stóran hluta af því sem var stolið en tryggingarnar bæta honum upp hitt.

„Þetta er harmleikur í lífi hans,“ segir Bubbi um innbrotsþjófinn og bætir við að ómögulegt sé að vera reiður út í hann, vegna aðstæða hans.

„Maður verður bara að stíga til hliðar og hafa enga skoðun, trúa á kærleikann og vona að allt fari vel. Þú getur ímyndað þér foreldra sem þurfa að ganga í gegnum þessa þrautagöngu. Ég vona að þessi drengur nái áttum og óska honum velfarnaðar.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing