Auglýsing

Sigurvissir Króatar brenndu blys í miðbænum og löggan mætti á svæðið, sjáðu myndbandið

Stuðningsmenn króatíska karlalandsliðsins í fótbolta voru áberandi á miðborg Reykjavíkur í dag. Þeir kveiktu meðal annars í blysum á Ingólfstorgi og sungu sigursöngva þangað til lögreglan mætti á svæðið og spjallaði við þá í rólegheitunum. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Ísland og Króatía mætast á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni HM í fótbolta. Króatíska liðið er gríðarlega sterkt og situr í toppsæti I-riðils með 13 stig en Ísland datt í dag niður í þriðja sæti með sín tíu stig eftir að Úkraína vann Finnland og skaust í annað sæti.

Króatar klæddust rauðu og hvítu í miðbænum í dag og sungu í sólinni. Stór hópur safnaðist meðal annars saman fyrir utan American Bar og brást reglulega í háværan söng sem vakti mikla athygli viðstaddra.

Leikurinn hefst klukkan 18.45 á eftir og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing