Gunnar Nelson er kominn í svakalegt form fyrir bardaga sinn gegn Santiago Ponzinibbio á UFC bardagakvöldinu í Skotlandi þann 16. júlí. Írski bardagamaðurinn Peter Queally dvelur nú á Íslandi þar sem hann aðstoðar Gunnar Nelson við undirbúning sinn fyrir bardagann.
Peter birti þessa mynd á Twitter í dag sem sýnir að Gunni hefur sjaldan verið hrikalegri
Don't hide away, show them. Flex and fuck everyone. @GunniNelson pic.twitter.com/YS0oanhBgs
— Peter Queally (@peterqueally) June 16, 2017
MMA fréttir greindu frá því í gær að Peter sé á því að Gunnar sé kominn í rosalegt form og að þolið verði ekki vandamál hjá honum í bardaganum. Bardaginn í Skotlandi er fimm lotur og segir Peter að Gunnar verði tilbúinn fyrir það.
Peter Queally berst hjábardagasamtökunum Fight Nights Global í Rússlandi. MMA fréttir greina frá því að einn af styrkleikum hans sé þolið og að hann verði seint þreyttur. „Á meðan á dvöl hans stendur býr hann hjá Gunnari og taka þeir reglulega þolæfingar á róðravélinni í stofunni,“ segir í frétt MMA frétta.