Auglýsing

Ákvörðun um höfnun umsóknar Bala Kamallakharan verður endurskoðuð

Ákvörðun um höfnun umsóknar Bala Kamallakharan verður endurskoðuð. Þetta kemur fram á mbl.is. Í samtali við mbl.is segir Bala ákvörðunina byggða á tillögu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Sjá einnig: Neitað um íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasektar upp á 33 þúsund krónur

Eins og Nútíminn greindi frá í gær þá var Bala neitað um íslenskan ríkisborgara rétt vegna hraðasektar upp á 33 þúsund krónur. Þetta tilkynnti Bala á Facebook-síðu sinni.  Sektina fékk hann eftir að hann sótti um ríkisborgararétt og hann greiddi hana strax. Hann þurfti því aðeins að greiða 30 þúsund krónur.

Á mbl.is kemur fram að Bala hafi verið búsettur á Íslandi í 11 ár. Hann er kvæntur íslenskri konu og á með henni tvö börn. Hann hefur fjárfest í nýsköpun hér á landi ásamt því að fá erlenda fjárfesta til landsins. Þá stofnaði hann Startup Iceland-ráðstefnuna sem hefur verið haldin árlega síðustu sex ár.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing