Rapparinn Emmsjé Gauti er staddur í Hollandi og kom fram í upphitunarpartíi fyrir leik Íslands og Frakklands á EM í fótbolta í dag. Fótbolti.net er að sjálfsögðu á svæðinu og blaðamaðurinn Arnar Daði greip Gauta í viðtal.
Í lok viðtalsins ákvað Arnar að sýna hæfileika sína á tónlistarsviðinu og tók eigin útgáfu af ofursmellinum Reykjavík, eftir Emmsjé Gauta. Hann skipti Reykjavík út fyrir Tilburg en viðbrögð Gauta voru ansi … skemmtileg.
Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan
.@emmsjegauti var ekki alveg til í að taka undir með skemmtanastjóranum @arnardadi þegar hann kom með nýja útgáfu af lagi hans í dag pic.twitter.com/V0yfD8Muh5
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) July 18, 2017