Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Halldórsson, sem spilar með Randers í dönsku úrvalsdeildinni, varð fyrir því óláni á dögunum að vespu sem kappinn ferðast um á var stolið. Hannesi er afar annt um vespuna sem hann kallar „Dr. Big“
Í viðtali við danska blaðið BT segist Hannes mjög sár. „Vespan er hluti af persónu minni hérna í Randers þannig að ég hef verið mjög leiður undanfarna daga,“ sagði hann.
Randers hefur brugðið á það ráð að auglýsa eftir vespunni á Twitter en þar býður Hannes vegleg fundarlaun. Þeir sem veitt geta upplýsingar um hvarf „Dr. Big“ fá að launum ársmiða á völlinn, áritaða landsliðstreyju og hanska.
Auglýsingu danska félagsins má sjá hér að neðan
Vores keeper er blevet lidt mindre street på det seneste ? Hjælp ham med at finde "Dr. Big" #finddrbig #dusørgives #nojoke #sldk pic.twitter.com/u501xcfnsZ
— Randers FC (@Randers_FC) July 20, 2017