UFC 214 fór fram í nótt þar sem erkifjendurnir Jon Jones og Daniel Cormier mættust í aðalbardaga kvöldsins.
Jones sem verið hefur frá keppni í 15 mánuði virtist ekkert ryðgaður eins og margir höfðu búsist við. Jones náði hásparki í höfuð Cormier í 3. lotu sem vankaði hann nokkuð illa. Hann fylgdi því eftir með því að ná Cormier niður í gólfið og klára hann með höggum. Frábær frammistaða hjá Jones sem endurheimti titilinn í léttþungavigt.
Í titilbardaga í veltivigt sigraði Tyron Woodley Demian Maia eftir dómaraákvörðun í bardaga sem stóð enganveginn undir væntingum. Þá vann Cris ‘Cyborg’ Justino, bandarísku bardagakonuna, Tonya Evinger nokkuð örugglega og tryggði sér titilinn, fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC.