Auglýsing

Tjöld fuku í skítaveðri á Bræðslunni um helgina

Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystri fór fram um helgina í þrettánda sinn. Veðrið setti heldur betur mark sitt á hátíðina í ár en stíf norðanátt og rigning var nánast alla helgina. Ýmsum viðburðum sem halda átti utandyra var aflýst, þar á meðal Druslugöngunni en stærstu viðburðir hátíðarinnar héldu sínu striki.

Aðstandendur hátíðarinnar gerðu sitt besta til að aðstoða þá sem lentu í vandræðum með tjöld en þeir tjaldgestir sem lentu í vandræðum vegna rigninga fengu að tjalda í stóru partítjaldi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing