Norski Facebook-hópurinn „Fedrelandet viktigst“ er lokaður hópur Norðmanna sem sem eiga það sameiginlegt að vera móti innflytjendum. Hópurinn rataði í heimsfréttirnar í gær eftir að þingmaðurinn Sindre Beyer vakti athygli á ansi klaufalegum umræðum sem áttu sér stað innan hópsins.
Meðlimur hópsins hafði þá sett inn mynd úr norskum strætisvagni sem hann taldi innihalda sex konur klæddar í búrkur. Með færslunni var skrifað: „Hvað finnst ykkur um þetta?“ Færslan fékk mikil viðbrögð þar sem rasískir Norðmenn skiptust á að hneyklast yfir klæðnaðinum. „Nóg pláss fyrir sprengiefni undir þessu,“ sagði meðal annars einn rasistinn. Það skondna við atvikið var að umræddur stætisvagn var tómur en það sést ef vel er að gáð.
Norski þingmaðurinn Sindre Beyer sagði frá málinu á Facebook-síðu sinni í gær og í kjölfarið hafa allir helstu miðlar heims fjallað um rasistana klaufsku.
Færslu Sindre má sjá hér að neðan
Hva skjer når det legges ut et bilde av noen tomme busseter på en brungrumsete gruppe på Facebook og nesten alle tror de ser en gjeng med burka ??
Posted by Sindre Beyer on Föstudagur, 28. júlí 2017