Auglýsing

H&M býður útvöldum Íslendingum í opnunarpartí í „flaggskipsverslun“ sinni í Smáralind

Sænski tískurisinn H&M býður útvöldum Íslendingum í sérstakt opnunarpartí í Smáralind fimmtudaginn 24. ágúst. Verslunin opnar svo fyrir almenningi tveimur dögum síðar, laugardaginn 26. ágúst.

Boðskort í partíið hafa verið send út og athygli vekur að þau eru prentuð á afar vandaðan pappír og letrið er gyllt. Til stendur að opna tvær H&M verslanir í viðbót á Íslandi, í miðborg Reykjavíkur og í Kringlunni, en í boðskortinu er sérstaklega tekið fram að partíið fari fram í „flaggskipsversluninni“ í Smáralind.

Beðið er eftir opnun verslunarinnar með mikilli eftirvæntingu og það má því búast við fjölmennu partíi. Verslunin í Smáralind er sú fyrsta sem H&M opnar hér á landi og verður hún á tveimur hæðum í 3.000 fermetra rými.

Fyrstu gestirnir sem mæta í verslunina þegar hún opnar þann 26. ágúst fá gjafakort frá H&M. Fyrsti viðskiptavinurinn í röðinni fær 25 þúsund króna gjafakort, sá næsti fær 20 þúsund króna gjafabréf og sá þriðji fær 15 þúsund króna gjafabréf. Næstu þúsund gestir fá 1.500 króna gjafakort.

#röðin

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing