Sindri Hjartarson, markaðsfulltrúi Hörpu, rak upp stór augu þegar hann mætti til vinnu í húsinu í morgun. Ferðamenn höfðu þá slegið upp tjaldi á umferðareyju við húsið.
Sjá einnig: Ferðamaðurinn kúkaði við hliðina á skilti sem benti á góða salernisaðstöðu í aðeins 50 metra fjarlægð
2.200 krónur kostar að tjalda á tjaldsvæðinu í Laugardal þannig að ferðamennirnir spöruðu allavega eitthvað. „Nei nú er nóg komið,“ segir Sindri í færslu á Twitter en með færslunni fylgir mögnuð mynd.
Nei nú er nóg komið pic.twitter.com/xAfYuFODrR
— Sindri Hjartarson (@SindriHjartar) August 9, 2017