Ólafur F Magnússon fyrrverandi borgarstjóri hefur sent frá sér nýtt lag. Lagið heitir Við Ræningjatanga en með laginu fylgir stórkostlegt myndband. Ólafur samdi bæði lag og texta auk þess sem hann syngur lagið.
Sjá einnig: Ólafur F. gerir upp fortíðina: „Ekkert auðvelt að lifa af svona aðför“
Ólafur sem gegndi embætti borgarstjóra í aðeins 210 daga í byrjun árs 2008 hefur að undanförnu verið að reyna fyrir sér í tónlist en hann sendi meðal annars frá sér lag í undankeppni Eurovision árið 2014.
Myndbandið við lagið er tekið upp fyrr í sumar í Vestmannaeyjum við Ræningjatanga, tanginn er nefndur eftir sjóræningjum sem komu til eyjanna í Tyrkjaráninu árið 1627.
Hlustaðu á lagið í spilaranum hér að ofan