Nú er komið að því að Grillfeðurnir svari spurningu sem hefur fylgt þjóðinni í áratugi: Hvernig er best að grilla lambalæri? Þeir prófuðu þrjár aðferðir og fengu dómnefnd til að smakka. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.
Grillfeðurnir eru þeir Hjalti Vignis og Arnar Sigurðsson sem stýra Facebook-hópnum Grillsamfélag Íslands. Hópurinn er hugsaður sem vettvangur fyrir ástríðufulla grillara til að deila öllu því sem tengist grillmenningu, hvort sem um ræðir gas, kol eða reyk, uppskriftir, aðferðir og það sem hverjum dettur í hug hverju sinni. Samfélagið stækkar stöðugt og í dag eru meðlimirnir rúmlega þrjú þúsund.
Horfðu á fleiri þætti
- Hvaða pylsu er best að setja á grillið? „Þetta er beikon! Uppistaða alls lífs á jörðinni“
- Grillfeðurnir fundu bestu lambakótilettuna: „Er í lögum að það megi ekki nota hnífapör til að borða kótilettur?“
- Hvernig er best að grilla svínarif? Grillfeðurnir prófuðu þrjár aðferðir og Logi Bergmann kvað upp dóm
- Hvaða bearnaise-sósa sem fæst úti í búð er best? Grillarar smakka sósurnar og gefa einkunnir
- Hvaða piparsósa er sú besta með grillkjötinu? „Ég veit ekki hvaða bragð þetta er“