Auglýsing

Maggi Texas sakar ÍNN um ritskoðun og stofnar fjölmiðil á netinu: „Sjónvarp er að detta út“

Kokkurinn og sjónvarpsmaðurinn Magnús Ingi Magnússon, best þekktur sem Maggi Texas, hefur opnað nýjan fjölmiðil á netinu. Á síðunni sem heitir, Maggi meistari, má finna fullt af skemmtilegu efni um mat og annað sem Maggi er að brasa.

Maggi, sem verið hefur fastur gestur á skjám landsmanna á sjónvarpsstöðinni ÍNN og framleitt yfir 350 þætti, segir í samtali við Nútímann að Björn Ingi Hrafnsson, núverandi eigandi stöðvarinnar og Kristján Kristjánsson sjónvarpsstjóri hafi bolað sér í burtu.

„Eftir að Ingvi Hrafn hættir sem sjónvarpsstjóri tekur Kristján við og hann vildi ekkert með þættina mína hafa,“ segir Magnús ósáttur.

Hann er „grumpy old man“ sem vildi ritskoða þættina og sagði þá gamaldags. Þá var ekkert annað í stöðunni en að hætta og stofna sinn eigin miðil. Sjónvarp er að detta út og internetið er að taka yfir.

Á síðunni sýnir Maggi t.d. nýju matreiðsluþættina sína, Meistaraeldhúsið, deilir uppskriftum og fróðleik ásamt almennri gleði. „Ég ætla bara að reyna að hafa þetta létt og skemmtilegt eins og ég er vanur,“ segir hann.

Sjá einnig:Meistaramaggi og gúmmibændurnir: „He take care of the gúmmítré?“

Eins og margir aðdáendur vita hefur Maggi verið með annan fótinn í Austurlöndum fjær síðustu ár og þá einna helst í Taílandi og á Filippseyjum. Núna hyggst Maggi nýta sér þekkingu sína og reynslu frá Asíu og bjóða uppá leiðsögn um svæðið.

„Dagskráin er aðlöguð óskum ferðalanganna á allan hátt og skipulögð frá A til Ö í samráði við þá. Hann tekur þá á móti þeim á flugvelli og lóðsar svo um leyndardóma landanna,“ segir á heimasíðu Magga meistara.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing