Auglýsing

Mat­höll­in við Hlemm opnar loksins á laug­ar­dag­inn

Stefnt er að því að opna Mat­höllina við Hlemm um helg­ina en margir hafa beðið í ofvæni eftir opnun. Upphaflega stóð til að opna síðasta haust sem gekk ekki eft­ir og var áætlaðri opn­un þá frestað.

Ragn­ar Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Mat­hall­ar­inn­ar, segir í sam­tali við mbl.is að fram­kvæmd­ir séu á loka­sprett­in­um. „Ef allt geng­ur áfalla­laust fyr­ir sig mun­um við opna á laug­ar­dag­inn,“ seg­ir Ragn­ar.

Á heimasíðu Mathallarinnar segir að Hlemmur – Mathöll verði yfirbyggður matarmarkaður sem sækir innblástur í hinar rómuðu evrópsku mathallir, þar sameinast undir einu þaki tíu metnaðarfullir matarkaupmenn og veitingastaðir.

Sjö þessara staða eru til­bún­ir til að opna á laug­ar­dag­inn en það eru taco-staður­inn La Pobl­ana, víet­namski staður­inn Bánh Mí, grænmetisverslunin Rabbarbar­inn, Te & kaffi, veitingastaðurinn Kröst, ísbúðin Ísleif­ur heppni og Jóm­frú­in. Hinir staðirn­ir verða opnaðir fljót­lega.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing