Birna Rutardóttir æfir Crossfit af miklu kappi ásamt systur sinni. Hún fór á dögunum til Spánar í frí til að slaka á sem gekk ekki betur en svo að hún ákvað að gera 1.000 burpees á sundlaugarbakkanum. Fyrir þá sem ekki vita þá er burpees vinsæl æfing í Crossfit sem felur það í sér að leggjast í jörðina og hoppa á fætur.
Birna fékk skilaboð frá systur sinni sem var heima á Íslandi að gera burpees og hún gat ekki annað en gert það sama.
„Ég fæ snapp frá eldri systur minni sem æfir með mér Crossfit þar sem hún er búin að taka þúsund burpees.“
Ég ákvað strax að ég þyrfti að gera það sama
Birna var í þrjá klukkutíma að klára verkið og var dugleg að kæla sig niður í sundlauginni og drekka vatn. „Það var 30 stiga hiti og mér langaði að hætta eftir 30 en þegar ég ákveð að gera eitthvað get ég ekki hætt við það þannig ég þraukaði þessa 3 klukkutíma með því að kæla mig alltaf í sturtunni eftir hverja 100 og drekka nóg af vatni.“ segir Birna.
Ætla má að heimferðin hafi tekið á fyrir Birnu sem átti erfitt með gang daginn eftir. „Ég fékk svo verstu harðsperrur sem ég hef nokkurntímann fengið og gat varla hreyft mig í svona sólarhring.“