Auglýsing

Jón Jónsson stýrir nýjum skemmtiþáttum á RÚV

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson mun stýra nýjum skemmtiþætti á laugardagskvöldum á RÚV í vetur. Sýningar á þættinum hefjast í október en þátturinn heitir Fjörskyldan.

Á vef RÚV segir að í þættinum muni fjölskyldur og vinir þeirra etja kappi hver við aðra í fjölbreyttri þrauta- og spurningakeppni þar sem reynir á hugvit, snerpu, húmor og skemmtilegheit.

Í hverjum þætti munu tvær fjölskyldur keppa en fjórir eru í hverju liði. Sigurliðið kemst áfram í næstu umferð og í desember kemur svo í ljós hvaða fjölskylda stendur uppi sem sigurvegari í þáttunum.

„Tilgangurinn með svona þætti er að fá alla fjölskylduna saman fyrir framan sjónvarpið, til að horfa, gleðjast og tala saman,“ segir Jón á vef RÚV.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing