Rúv hefur valið þá aðilia sem munu sjá um gerð Áramótaskaupsins árið 2017. Anna Svava Knútsdóttir, Bergur Ebbi Benediktsson, Dóri DNA, Saga Garðarsdóttir, Dóra Jóhannsdóttir og Arnór Pálmi Arnarsson munu sjá um að skrifa handritið.
Leikstjórn verður í höndum Arnórs Pálma Arnarsonar sem leikstýrði og skrifaði meðal annars þættina Ligeglad.
Sjá einnig: Indriði sneri aftur í áramótaskaupinu, hér er það sem Íslendingum á Twitter fannst um skaupið
Hópurinn hefur þegar hafið handritaskrif og er markmiðið er að gera Skaup sem allir eiga að geta notið og stinga hæfilega fast á kýlum samfélagsins. Upptökur eru áætlaðar í nóvember.
Framleiðsla verður í höndum Glassriver sem er nýtt framleiðslufyrirtæki í eigu Baldvins Z, Arnbjargar Hafliðadóttur, Andra Óttarssonar og Harðar Rúnarssonar.