Auglýsing

Örskýring: Að minnsta kosti 30 látnir eftir að indveskur gúrú var sakfelldur fyrir nauðganir

Um hvað snýst málið?

Óeirðir brutust út í bænum Panchkula í Haryana-héraði á Indlandi á föstudag þegar gúrúinn Gurmeet Ram Rahim Singh var sakfelldur fyrir að hafa nauðgað tveimur konum, í söfnuði sem hann stjórnar, árið 2002. 

Singh, sem er fimmtugur að aldri og hefur verið leiðtogi Dera Sacha Sauda-safnaðarins í 27 ár, á sér milljónir áhangenda um allan heim. Hann hefur verið kallaður, „Rockstar Baba“ og „Guru of Bling.“

Hvað er búið að gerast?

The Guardian hefur eftir heimildarmanni á svæðinu að yfir 250 hafi slasast og minnst 30 hafa láti lífið í óeirðunum. Talið er að á milli 100 til 200 þúsund stuðningsmenn hafi safnast saman fyrir utan dómshúsið og um leið og Singh var fundinn sekur varð allt vitlaust. Kveikt var í byggingum og bílum og mikil átök urðu milli lögreglumanna og stuðningsmanna Singh. Átök brutust einnig út í Dehli, höfuðborg Indlands, þar sem kveikt var í lestarvögnum.

Lögreglan beitti táragasi til að yfirbuga hópinn og samkvæmt frétt BBC voru yfir 2500 stuðningsmenn Singh handteknir.

Hvað gerist næst?

Eftir úrskurðinn var Singh færður í fangelsi þar sem hann mun dvelja þangað til refsing verður ákveðin en reiknað er með að það verði gert á mánudaginn. Talið er að hans bíði að minnsta kosti 7 ára fangelsisvist.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing