Ljósmyndarinn Árni Torfason var handviss um að skilaboð sem hann fékk frá konu á Facebook í vikunni væru frá svindlara sem ætlaði að hafa honum fé. Hann hóf því að birta samskipti sín við hinn meinta svindlara á Twitter. Síðar kom í ljós að ekki var um svindlara að ræða en þá var Árni búinn að grína í konunni fyrir opnun tjöldum.
Hér má sjá fyrstu skilaboðin. Þarna taldi Árni fullvíst að um svindara væri að ræða
Spennandi tímar framundan hjá mér. pic.twitter.com/9739vL4UrP
— Árni Torfason (@arnitorfa) August 28, 2017
Hann ákvað því að grína aðeins í henni
„Ég var svo 100% viss um að það væri einhver kona að fara að plata mig í skype símtal og fá mig til að senda æsandi myndir og kúga út úr mér pening þannig að ég ákvað að sprella aðeins í henni,“ segir Árni í samtali við Nútímann
Á tímabili hélt ég að þetta væri Facebook-bottinn sem væri búinn að taka sér upp nafnið Debbie Mann og fljótlega myndi sjálfkeyrandi bíll keyra yfir mig úti á götu ef ég gæfi henni of miklar upplýsingar.
Síðar kom í ljós að konan var í raun og veru að leita að Freddy. „Hún spurði hvort ég væri Arni Freyr Torstensson einhvern tíman í miðju samtali,“ segir Árni. „Ég svaraði: „No I’m Freddy“. Það var einhver á twitter sem birti þá prófílmynd hjá Árna Frey Þorsteinssyni.“
Þegar hér er komið við sögu er konan farin að sjá að það er kannski ekki allt með felldu
Árni var sömuleiðis byrjaður að grína ansi mikið og birti meðal annars myndir af grínustunum Hjálmari og Steinda
Og Höddi Magg kom einnig við sögu
Árni segir að konan hafi fundið sig sem „Arni Torfason“ og skilur að hún hafi ruglað honum saman við „Arni Thorstensson“. Hann fann hinn rétta Árna fyrir konuna og er handviss um að Árni sem Árni Torfason fann sé sá rétti. Sá á reyndar eftir að svara skilaboðum frá konunni — við spyrjum því að leikslokum.
Sjálfur var Árni þjakaður af samviskubiti eftir þetta ævintýri
Pínu samviskubit. Hún virðist ekkert vera að plata mig eða reyna að svindla út úr mér pening. Hún er bara að leita að Fredda vini sínum. pic.twitter.com/bnOR62f42E
— Árni Torfason (@arnitorfa) August 29, 2017