Svanur Herbertsson, sonur tónlistarmannsins Herberts Guðmundssonar setti inn þráð á Facebook-síðuna, Sögur af dónalegum viðskiptavinum, þar sem hann biðst afsökunar á hegðun föður síns í garð afgreiðslufólks í gegnum árin.
Á síðunni, sem inniheldur rúmlega 14 þúsund meðlimi, deilir fólk reynslu sinni af dónalegum viðskiptavinum þjónustufyrirtækja. Á einum þræði er frægt fólk til umræðu og þar var Herbert nefndur í nokkrum tilfellum.
Vinur Svans benti honum á þráðinn og hann ákvað því að biðjast afsökunar fyrir hönd föður síns. „Mér fannst þetta alveg ótrúlega fyndið en fannst samt að fólk ætti skilið einhverskonar afsökunarbeiðni með smá húmor,“ segir Svanur.
Fyrir hönd House Herbertson vil ég biðjast afsökunnar fyrir hönd föður míns
Herbert sem hefur nú verið edrú í rúman áratug var að sögn Svans mjög oft erfiður við afgreiðslufólk, sérstaklega þegar hann neytti fíkniefna.
,,Ég hef verið að reyna að siða hann til í gegnum árin og það gengur misvel. Hann á líka snilldar moment inn á milli, vonandi fleirri en á „KókHebba“ tímabilinu þegar hann kíkti niðrá Olís í Mjódd á kók-niðurtúr að kaupa Salem Slims handa mömmu og tók „Herbertinn“ á liðið,“ segir Svanur.