Leikarinn Stefán Karl Stefánsson vinnur þessa dagana að uppistandssýningu. Sýninguna vinnur hann í samstarfi við Ara Eldjárn en stefnt er á að sýna verkið fyrir jól.
Stefán var gestur hjá þeim Loga Bergman og Rúnar Frey í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun og fór um víðan völl og ræddi meðal annars sýninguna.
„Þetta verður eftir jól vonandi, við ætlum að gera einhverjar tilraunasýningar fyrir jól en það fjallar ekkert bara um krabbamein. Ég ætla bara að gera grín að pakkanum.“ segir Stefán.
Stefán, sem gerir óspart grín að veikindum sínum, segir að ekki verði hægt að fá miða endugreidda ef hann fellur frá. „Það stendur stórum stöfum að það verður ekki endurgreitt.“
Menn fá betri sæti í jarðarförinni og menn fá að fara tvisvar í flatkökurnar í erfidrykkjunni
Hægt er að hlusta á viðtalið við Stefán Karl í heild sinni í spilaranum hér