Auglýsing

Rikki G hringdi og bað um afslátt fyrir fræga: „Þú ert ekki Jökull í Kaleo“

Útvarpsmaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason eða Rikki G eins og hann er kallaður tók þátt í geggjuðum símahrekk í útvarpsþættinum fm95blö á föstudaginn. Hrekkurinn gekk út á það að Rikki hringdi í fyrirtæki og reyndi að fá afslátt vegna þess að hann er frægur, svokallaðan „Celeb afslátt.“

Sjá einnig: Stórkostleg lýsing Rikka G orðin að sprenghlægilegu lagi, sjáðu myndbandið

Rikki sem kynnti sig sem útvarpsmann, plötusnúð og íþróttafréttamann og hringdi í Salalaug í Kópavogi og sólbaðsstofuna Smart áður en hann hringdi í Jón Gunnar Geirdal, eiganda samlokustaðarins Lemon.

Skemmst er frá því að segja að hrekkurinn heppnaðist frábærlega en hann má heyra hér. Hrekkurinn hefst þegar 1 klukkutími og 26 mínútur er búnar af þættinum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing