Auglýsing

Sverrir hélt sig að mestu frá Shia Lebeouf við tökur á Borg/McEnroe

Sverrir Guðnason og Shia Labeouf héldu sig að mestu frá hvor öðrum á meðan á tökum á sænsku kvikmyndinni Borg/McEnroe stóðu yfir. Það gerðu þeir til að viðhalda spennunni og töfrunum sem kvikmyndagestir munu vonandi finna fyrir. Þetta kemur fram í viðtali við Sverri á Facebook-síðu The Hollywood Reporter. Horfðu á viðtalið hér fyrir neðan.

Sverrir leikur tennisstjörnuna Björn Borg í Borg/McEnroe sem var opnunarmyndin á kvikmyndahátíðinni í Toronto. Myndin fjallar um frægt einvígi Borg og McEnroe en bandaríski leikarinn Shia Labeouf fer með hlutverk þess síðarnefnda.

„Við dvöldum á sama hóteli þannig að við borðuðum auðvitað stundum hádegismat saman og drukkum kaffi,“ segir Sverrir.

En við reyndum að halda okkur frá hvor öðrum að mestu til að halda spennunni, töfrunum og dulúðunni.

Sverrir hafði ekki stundað tennis áður en hann lék í myndinni. Hann og Shia þurftu að vinna talsvert saman í að ná töktunum í einvíginu fræga árið 1980. „Við vorum auðvitað stressaðir að sýna þessa takta á Wimbledon fyrir framan fullt af fólki. En þetta gekk upp.“

'Borg/McEnroe' | THR at TIFF

Sverrir Gudnason explains why he kept a distance from Shia LaBeouf while filming Borgvmcenroe. | THR at TIFF

Posted by The Hollywood Reporter on Föstudagur, 8. september 2017

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing