Auglýsing

Lögsækir Conor McGregor eftir að hafa fengið dós í bakið á frægum blaðamannafundi

Öryggisvörðurinn, William Pegg hefur ákveðið að lögsækja bardagakappann, Conor McGregor eftir að hann fékk gosdós í bakið á blaðamannafundi fyrir UFC 202 í ágúst í fyrra. Pegg krefst þess að fá 95 þúsund dollara í skaðabætur. MMA fréttir greindu frá þessu.

Atvikið átti sér stað á frægum blaðamannafundi fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz fyrir rúmu ári síðan. Conor mætti seint á blaðamannafundinn og í kjölfarið ákvað Diaz að yfirgefa fundinn. Þá sauð allt uppúr sem endaði með því að þeir Conor og Nate köstuðu flöskum í átt að hvor öðrum.

Sjá einnig: Conor McGregor og Nate Diaz gerðu allt vitlaust á blaðamannafundi, sjáðu myndbandið

Pegg segist hafa lagt út 5.000 dollara í sjúkrakostnað vegna atviksins en hina 90.000 dollarana reiknar hann út með áhugaverðum hætti. Conor McGregor fékk 166 högg frá Diaz í bardaganum og fékk fyrir það 15 milljónir dollara. Pegg fékk eitt högg en 15 milljónir deilt með 166 eru 90.000 sem er einmitt upphæðin sem hann bætir við sjúkrakostnaðinn.

Conor hefur neitað allri ábyrgð á atvikinu og það mun því fara fyrir dómstóla.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing