Húðflúrmeistarinn, Ryan Kelly sem búsettur er í Dublin á Írlandi býður nú fólki sem hefur ör efir sjálfsskaða að fá tattoo til að hylja sárin sér að kostnaðarlausu. Ryan byrjaði með verkefnið eftir að vinur hans sem glímdi við andleg veikindi tók eigið líf.
Lærifaðir hans í húðflúrbransanum fyrirfór sér þegar Ryan var 17 ára sem varð til þess að hann tók við tattoo-stofunni. Hann vildi heiðra minningu félaga síns og ákvað að gera það með þessum hætti.
Ryan var í viðtali við breska vefmiðilinn, Unilad.co.uk þar sem hann sagði frá verkefninu en alls eru 300 manns á biðlista eftir að fá húðflúr yfir sár. „Ég geri þetta frítt fyrir eina manneskju á viku og viðbrögðin hafa verið stórkostleg,“ segir Ryan.
Ryan heldur úti Instagram síðu þar sem hann sýnir fólki afraksturinn og hér að neðan má sjá nokkur dæmi.
https://www.instagram.com/p/BSEY9f3ju9v/?taken-by=ryanseanthepirate
https://www.instagram.com/p/BX8NE7Ajnb1/?taken-by=ryanseanthepirate
https://www.instagram.com/p/BW2gdqtjd3f/?taken-by=ryanseanthepirate