Auglýsing

Tuttugu ára gömul KR peysa til sölu í Rúmeníu

Á vefsíðunni Asos Marketplace er mikið úrval af svokölluðum, vintage fatnaði sem oft á tíðum er notaður. Á síðunni má finna peysu frá íþróttavöruframleiðandanum, Reebok merkta Knattspynrnufélagi Reykjavíkur.

Peysan er aðeins til í stærðinni XXL og er staðsett Rúmeníu. Hún kostar tæpar 4.000 krónur og seljandinn gefur sér átta daga til að koma henni hingað til lands.Hægt er að kaupa peysuna hér.

Twitter-notandinn Elín Lára vakti athygli á peysunni og af tístinu að dæma hefur hún áhuga á því að festa kaup á þessari glæsilegu peysu.

Til gamans má geta árið 2000 hömpuðu KR-ingar Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu karla eftir glæsilegan 4-1 sigur á Stjörnunni. Þá léku þeir einmitt í peysum frá Reebook.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing