Auglýsing

Steypubílstjóri óskar eftir flutningi á handónýtri ríkisstjórn á haugana: Opið á Sorpu til 19

Kristján Hafberg Elínarson, nemi og steypubílstjóri, auglýsti fyrr í dag eftir flutning á handónýtri ríkisstjórn, beint á ruslahaugana. Þetta gerði hann í Facebook-hópnum, Vörubílar og Flutningsbílar í kjölfar atburða næturinnar í stjórnmálunum. 

Í hópnum, sem inniheldur yfir sjö þúsund atvinnubílstjóra og áhugamenn um vörubíla, fara fram líflegar umræður um vörubíla og verkefni þeim tengd. Kristján fékk góð viðbrögð við beiðninni frá kollegum sínum þó svo að enginn hafi haft áhuga á því að taka verkið að sér. Einn meðlima hópsins benti Kristjáni á opnunartímann í Sorpu (opið til 19) á meðan annar taldi að líklegast þyrfti að henda bílnum sem tæki þetta verkefni að sér.

Í samtali við Nútímann segist Kristján mjög sáttur við að losna við ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. „Það er mjög gott að losna við fólk sem hefur notað vald sitt á þann veg sem við höfum orðið vitni að í ráðherratíð Bjarna,“ segir Kristján.

Hann segist ekki reikna með öðru en að boðað verði til kosninga og segir mikilvægt að þjóðin fái að sýna hvort hún treysti Sjálfstæðisflokknum. „Ég sé ekki að það sé neinum fært að halda Sjálfstæðisflokknum við völd eftir að hann kom sér út í þetta fúafen.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing