Auglýsing

Best klæddi aðstoðarskólameistari landsins slær í gegn með jakkasafnið á Snapchat

Magnús Ingvason, aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðbolti sló heldur betur í gegn þegar hann tók yfir Snapchat-aðgangs skólans (fbskoli) í gær. Magnús sýndi frá venjulegum degi í lífi aðstoðarskólameistara auk þess að sýna frá flottasta jakkasafni landsins. 

Magnús hefur safnað jökkum í mörg ár og er stoltur af safninu. „Ég á 14 mismunandi liti og nota jakkana stundum í veislustjórn og í tilfallandi verkefnum,“ segir Magnús í samtali við Nútímann.

Magnús segir að Snapchat-aðgangur skólans hafi gengið manna á milli að undanförnu og hann hafi langað að prófa. „Ég vildi sýna nemendum og öðrum „venjulegan“ dag starfsmanns. Ég veit að margir höfðu gaman af þessum snöppum,“ segir hann.

Magnús segir að 700 manns hafi skoðað Snapchat-söguna þennan dag. „Fyrir utan þessa 700 bættust 150 nýir fylgjendur við Snappið í gær svo þetta er góð leið fyrir skólann til að sýna hvað er í gangi.“

Sjáðu brot af því besta frá Magnúsi á Snapchat í gær í spilaranum hér að ofan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing