Auglýsing

Anna Lára og Monika Eva bjuggu í kvennaathvarfinu eftir að ofbeldisfullur sambýlismaður móður þeirra henti þeim á götuna

Systurnar Anna Lára Orlowska og Monika Eva bjuggu í 3 mánuði í kvennaathvarfinu með móður sinni þegar þær voru ungar eftir að ofbeldisfullur sambýlismaður móður þeirra henti þeim á götuna. Þær voru búsettar í Hnífsdal á þessum tíma. Þær systur sögðu sögu sína í söfnunarþættinum Á allra vörum sem sýndur var á RÚV í gærkvöldi.

Móðir þeirra systra flutti til Hnífsdals með íslenskum manni sem var bæði drykkfelldur og ofbeldishneigður. Í viðtalinu kemur fram að allir bæjarbúar hafi verið meðvitaðir um ofbeldið án þess að nokkuð hafi verið gert.

Þegar maðurinn henti þeim mæðgum út höfðu þær engan samastað. Kvennaathvarfið í Reykjavík kom þá inn í málið og flaug þeim mæðgum til Reykjavíkur þar sem þær dvöldu í þrjá mánuði. Monika sem er eldri segist vel muna eftir tímanum í Kvennaathvarfinu og segist eigar góðar minningar þaðan.

Viðtalið í heild má sjá hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing