Auglýsing

Björgvin færist upp um eitt sæti á heimsleikunum í CrossFit: „Það kemst alltaf upp um svindlara“

Crossfit kappinn Björgvin Karl Guðmundsson sem endaði í sjötta sæti á heimsleikunum í CrossFit í sumar hækkar um eitt sæti og fer í það fimmta eftir að Ricky Garard féll á lyfjaprófi.

Leikarnir fóru fram í Madison í sumar þar sem Matthew Fraser stóð uppi sem sigurvegari. Ricky Garard endaði í þriðja sæti á mótinu og þarf að endurgreiða rúmlega átta milljónir sem hann hlaut í verðlaunafé.

Björgvin tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum og segir á Facebook-síðu sinni að það borgi sig alltaf að treysta á eigin getu. „Það kemst alltaf upp um svindlara, mikið hlítur að vera óþægilegt fyrir þá sem svindla að vita af því sjálfir að ekkert af því sem þeir áorkuðu áttu þeir skilið.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing