Bandaríska leikkonan Kate Hudson er stödd hér á landi eins og greint var frá fyrir helgi. Hún birti mynd frá Gömlu lauginni á Flúðum á Instagram-síðu sína þar sem hún var stödd með myndatökumanni. Í texta sem fylgir myndinni lofsamar hún náttúru Íslands, þakkar fyrir sig á íslensku og segir Ísland hafi tekið vel á móti sér.
Hin 38 ára Kate Hudson hefur leikið í fjölmörgum Hollywood myndum en hún er líklega þekktust fyrir leik sinn í myndum á borð við How to Lose a Guy in 10 Days, Almost Famous og Bride Wars.