Hjartaknúsarinn og tónlistarmaðurinn Jón Jónsson sendi í dag frá sér lag sem hann samdi fyrir 15 árum síðan. Lagið heitir „Þegar ég sá þig fyrst“ og var fyrsta jólagjöf Jóns til Hafdísar, eiginkonu hans.
Síðan eru liðin 15 ár og hefur lagið legið í dvala. Í sumar ákvað Jón að syngja lagið í brúðkaupi þeirra hjóna og fékk engan annan en spretthlauparann Ara Braga Kárason til þess að gera strengjaútsetningu við lagið sem er afar notalegt.