Auglýsing

Sunna fæddi barn heima í stofu og sýndi ferlið á Snapchat: „Margar konur hræddar við fæðingu“

Sunna Rós Baxter eignaðist annað barn sitt á föstudaginn; glæsilegan dreng. Sunna ákvað að fæða drenginn heima í stofu og sýna frá öllu ferlinu á Snapchat (sunnabaxter). Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.

Yfir 4.000 manns fylgdust með fæðingunni sem gekk vel en hún á barnið ein þar sem hún fór í tæknisæðingu með gjafasæði. Sunna ákvað að sýna frá öllu ferlinu á Snapchat vegna þess að henni finnst vanta fræðslu fyrir konur um það hvað raunverulega á sér stað í fæðingu.

Mjög margir sem eru að eignast sitt fyrsta barn vita ekkert út í hvað þau eru að fara og mig langaði að sýna hvernig þetta er án þess að þetta sé klipptur eða leikinn sjónvarpsþáttur,“ segir Sunna í samtali við Nútímann.

Mér finnst oft vanta almenna fræðslu um hvað kona er að ganga í gegnum, hvað er að gerast, við hverju má búast og fleira þegar þær eru óléttar, að eiga og nýbúnar að eiga.

Þetta er annað barn Sunnu og hún segist hafa fengið litla sem enga fræðslu áður en hún átti fyrra barnið. „Það er gert ráð fyrir því að konur viti þetta bara frá fæðingu hvað það er að ganga með, fæða og hugsa um barn. Eða það hefur allavega verið mín upplifun. Einnig eru mjög margar hræddar við fæðingu og vilja frekar fara í stóra aðgerð til að koma barninu í heiminn í stað þess að fæða það,“ segir hún.

„Ég held það vanti mjög mikið upp á fræðslu og annað þegar konur eru hræddar við eitthvað sem er eitt það náttúrlegasta sem líkaminn okkar getur gert.“

Eins og áður segir er Sunna einhleyp og fór því í tæknisæðingu til þess að verða ólétt. Hún hefur talað opinskátt um það ferli á Snapchat þar sem nokkur hundruð manns hafa fylgst með daglega. Þegar kom svo að fæðingunni margfaldaðist fjöldi fylgjenda.

„Þessu var mjög vel tekið og voru heilu vinnustaðirnir að fylgjast með þessu saman. Það er líka gaman að segja frá því að alveg heill her af karlmönnum fylgdist með svo áhuginn er ekki bara hjá konunni þegar viðkemur fæðingu. Sem er frábært!“

Sunna fékka góð viðbrögð og segir að hamingjuóskum hafi hreinlega ringt inn eftir að barnið kom í heiminn. „Ég var með mörg hundruð skilaboð frá fólki sem var að deila því hvernig þau upplifðu það að horfa á þetta og óska mér til hamingju og var ég í meira en tvo klukkutíma að svara skilaboðunum,“ segir hún og bætir því við að yfir 3.000 manns hafi bæst við á Snapchat-aðgang hennar nóttina sem að hún var í fæðingu.

Sjáðu fæðingu Sunnu í spilaranum hér að ofan

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing