Auglýsing

Alexandra náði markmiðinu og síða hárið fékk að fjúka: „Er að vekja athygli á því að það er eðlilegt að líða illa“

Alexandra Sif Herleifsdóttir hóf söfnun fyrir Útmeða, samvinnuverkefni Geðhjálpar og Rauða kross Íslands fyrir fólk sem upplifir sjálfsskaða- og sjálfsvígshugsanir fyrir rúmum mánuði síðan. Hún hét því að raka af sér allt hárið ef henni tækist að safna 300 þúsund krónum. Skemmst er frá því að segja að það tókst og gott betur og því fór Alexandra á hágreiðslustofu í dag og stóð við stóru orðin.

Elísabet Inga, útsendari Nútímans, var að sjálfsögðu á staðnum og spjallaði við Alexöndru áður en hún settist í stólinn. Söfnun Alexöndru er enn í fullum gangi en þeir sem vilja leggja málefninu lið er beint á reikningsupplýsingar sem sjá má neðst í fréttinni.

„Ég er að vekja athygli á því að það er eðlilegt að líða illa, það er hjálp til staðar og lífið hefur uppá ótrúlega margt að bjóða“ sagði Alexandra áður en hárið fékk að fjúka.

Sjáðu hárið fjúka í spilaranum hér fyrir ofan

 

Reikningsnúmer : 0130-05-063080 –  Kt. 021089-2069 –  Kass númer : 6625892

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing