Auglýsing

Gunnar Hrafn segir Sjálfstæðisflokkinn hafa staðið gegn byltingu í geðheilbrigðismálum: „Þessir lygarar hafa blóð á höndum sínum“

Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, gerði athugasemd við færslu sem sett var inn á Facebook-hópinn Geðsjúk sem vakið hefur mikla athygli og Vísir.is greinir frá. Í hópnum sem inniheldur rúmlega 4.000 manns segir Gunnar Sjálfstæðisflokkinn hafa blóð á höndum sínum þegar kemur að geðheilbrigðismálum.

Færslan sem Gunnar gerði athugasemd við fjallaði um stefnumál Sjálfstæðisflokksins þar sem segir að flokkurinn vilji klára geðheilbrigðisstefnuna og auka forvarnir í geðheilbrigðismálum.

„Þetta er ljótasta lygi sem ég hef séð í þessari kosningabaráttu. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem bannaði Óttari og Viðreisn að gera umbætur. Þessir lygarar hafa blóð á höndum sínum. Blóð vina minna,“ skrifar Gunnar í athugasemd. 

Í samtali við Vísi.is segir Gunnar að tugir ungmenna láti lífið árlega vegna geðsjúkdóma sem ekki er verið að meðhöndla, vegna skorts á fjárframlögum og aðstöðu. Hann segir leiðtoga ríkisstjórnarinnar hafa staðið gegn því að bylting yrði gerði í þessum málum á síðasta kjörtímabili.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing