Eins og flestum ætti að vera kunnugt um verður kosið til Alþingis eftir rúmlega viku. Til að hjálpa fólki að gera upp hug sinn lætur Rúv jafnan útbúa kosningapróf fyrir kosningar. Prófið kom út í gær og eins og venjan er, er fólk duglegt að deila niðustöðum á samfélagsmiðla. Margir tjáðu sig um prófið og niðustöður þess á Twitter eftir að prófið kom út og Nútíminn tók saman brot af því besta.
Leikstjórinn Gaukur Úlfarsson hefur fundið sinn mann
Tók kosningapróf RUV og ég ég er Gylfi Ægisson! pic.twitter.com/Ht7aJ6EVcz
— Gaukur (@gaukuru) October 19, 2017
Mikið til í þessu hjá grínistanum Bylgju Babýlons…
Að taka sona kosningapróf er eins og að fara á húð&kyn.
Allt í einu veistu of mikið um þig og þarft að deila því með öðrum.— Bylgja Babýlons (@bylgja_babylons) October 20, 2017
Það er bara einn Albaníu Valdi
Albaníu-Valdi tók kosningapróf RÚV og niðurstaðan er: Aðeins meiri kommúnisti en Lenín og Stalín til samans.
— Atli Jasonarson (@atlijas) October 19, 2017
Prófið getur getur líka gert valið erfiðara…
tók kosningapróf RUV og er miklu óákveðnari núna en áður en ég tók það
— Steinunn Bragadóttir (@steinunnbragad) October 20, 2017
Hallgrímur Oddson fékk 10 á prófinu!
Fólk er ekki að fatta að þetta er kosningaPRÓF og það er bara eitt rétt svar. pic.twitter.com/eFmJfdH4Du
— Hllgrmr Odssn (@hallgrimuro) October 20, 2017
Eydís Blöndal, rithöfundur og frambjóðandi er sammála Eydís Blöndal, mikill léttir…
Ég tók kosningapróf RÚV og niðurstaðan er: Eydís Blöndal. Mikill léttir. #kosningar https://t.co/NpQMh2GACO
— Eydís Blöndal (@eydisblondal) October 19, 2017
Þorsteinn Másson er greinilega hugsjónamaður eins og Ástþór…
Alltaf þegar ég tek kosningapróf eða "hvaða Friends karakter ert þú?" pic.twitter.com/XEVrHuPPJA
— Þorsteinn Másson (@steinimas) October 19, 2017