Auglýsing

Skipt um augasteina í fólki sem fékk Floridana-tappa í augað: „Ennþá með takmarkaða sjón á auganu“

Skipta þarf um augasteina í 18 ára konu og þrítugum karli sem fengu tappa af Floridana ávaxtasöfum í auga í sumar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. 

Sjá einnig: Svavar fékk tappa af Flórídana-safa í augað og slasaðist illa: „Áður en ég veit af er ég kominn í gólfið“

Móðir Þóru Bjargar Ingimundardóttur segir í samtali við Fréttablaðið að dóttir sín sé í biðstöðu á meðan beðið er eftir hvort sjónin lagist. Læknar hafi sagt henni að óvíst sé hvort hún fái 100 prósent sjón en í dag er hún með um 60 sjón á auganu.

Svavar Þór Georgson lenti í svipuðu atviku þegar hann ætlaði að opna flösku af Flórídana ávaxtasafa. Dóttir Svavars sem er aðeins eins og hálfs árs gömul hélt á flöskunni aðeins andartökum áður en hún sprakk í andlit hans.

Svavar sagðist í samtali við Nútímann í ágúst ekki vilja hugsa þá hugsun til enda ef hún hefði fengið tappann í augað. Ég tek flöskuna af henni til að opna hana og gefa að drekka og áður en ég veit af er ég kominn í gólfið,“ sagði hann.

Svavar segir í samtali við Fréttablaðið að staðan sé ekki góð. „Ég er ennþá með takmarkaða sjón á auganu og þarf að gangast undir aðra aðgerð,“ segir hann.

Það þarf að skipta um augastein og það eru enn svartir deplar á sjónhimnunni og töluverður munur á sjóninni sem var fullkomin fyrir slysið. Ég hef stundað veiðimennsku og skotfimi og þetta hefur aftrað mér í öllum áhugamálum og vinnu. Málið er enn hjá lögfræðingi mínum.

Ölgerðin innkallaði ávaxtasafana í kjöfarið á slysunum og í byrjun október hófst sala á ný með endurbættum töppum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing