Auglýsing

Rúm tvö ár síðan fjöldi fólks beið í Dunkin’ Donuts röðinni en nú á að loka staðnum

Forsvarsmenn Dunkin Donuts á Íslandi hafa ákveðið að loka stað Dunkin Donuts á Laugavegi en rúm tvö ár eru síðan mikill fjöldi fólks stóð þar í löngum röðum til að gæða sér á kleinuhringjum. Staðnum verður lokað frá og með 1. nóvember.

Sjá einnig: Röð byrjuð að myndast fyrir utan Dunkin’ Donuts þegar 12 tímar eru í opnun

Sigurði Karlsson, framkvæmdastjóra Dunkin´ Donuts á Íslandi segir í tilkynningu að ákvörðunin komi til vegna rekstrartaps á staðnum. Hann segir tapið einkum vera vegna hás húsnæðiskostnaðar þar sem staðurinn er mjög stór.

„Þrátt fyrir að daglega sæki mikill fjöldi viðskiptavina staðinn þá ber reksturinn sig ekki í þessu húsnæði. Það að reka 350 fermetra kaffihús í miðbæ Reykjavíkur reyndist of kostnaðarsamt fyrir okkur og þess vegna er þessi ákvörðun tekin,“ ef haft eftir Sigurði í fréttatilkynningnni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing