Bandaríska efnisveitan Netflix hefur slitið öllu samstarfi við stórleikarann Kevin Spacey eftir ásakanir um kynferðisbrot. Þetta þýðir að þættirnir House of Cards og kvikmyndin Gore hafa verið stöðvuð í framleiðslu.
Í tilkynningu frá Netflix segir að fyrirtækið ætli ekki lengur að taka þátt í framleiðslu House of Cards sem hafa notið gríðarlegra vinsælda.
Eins og við greindum frá í vikunni sendi Spacey leikaranum Anthony Rapp afsökunarbeiðni á Twitter eftir að Rapp steig fram og sagði frá kynferðislegu áreiti af hálfu Spacey. Spacey greindi jafnframt frá því að hann væri samkynhneigður.