Leiðsögumaðurinn Erik Storm missti GoPro-myndavél í rennandi hraun á Havaí. Myndavélin lifði þrekraunina af og náði mögnuðum myndum af hrauninu. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.
Erik fann myndavélina aftur og tókst endurheimta hana úr hrauninu. Hann var viss um að hún væri handónýt en á einhvern ótrúlegan hátt var í lagi með hana og kortið sem geymdi myndefnið. Hann deildi því myndbandinu á Youtube og áhorfin eru komin upp í tvær milljónir.