Auglýsing

Stefán fær vel borgað í starfi sínu sem klámmyndaleikari: „Ógeðslega gaman og er að ná langt“

Stefán Octavian Gheorghe Bjarnason varð landsfrægur á dögunum þegar hann fann fjölskyldu sína í þættinum Leitin að upprunanum á Stöð 2 en hann var ættleiddur frá Rúmeníu sem barn. Stefán starfar í dag sem klámmyndaleikari og í samtali við Nútímann segir hann frá fyrstu skrefum sínum í bransanum.

Stefán hefur vakið athygli fyrri að segja opinskátt frá starfinu á Snapchatstefanoctavian. Horfðu á fyrsta hluta viðtalsins hér fyrir ofan. Annar hluti verður birtur á Nútímanum á föstudag.

„Ég er fyrsti Íslendingurinn sem fær greitt fyrir að vinna við þetta, hjá svona stóru fyrirtæki,“ segir Stefán  sem var ekki búinn að ákveða að leggja klámmyndaleik fyrir sig þegar hann fór til Barselóna ásamt vini sínum fyrir skömmu. Hann segir frá hvernig þetta byrjaði allt saman, hvernig venjulegur tökudagur er í bransanum og hvert hann stefnir.

Sjá einnig: Stefán vinnur sem klámmyndaleikari og leyfir öllum að fylgjast með á Snapchat

Fyrsti tökudagurinn í bransanum gekk ekki nógu vel. „Sá dagur kúðraðist algjörlega vegna þess að hitt módelið var bara glatað. Ég hætti bara í miðjum tökum!“ segir Stefán sem fær stundum bakþanka en minnir þá sjálfan sig á að honum finnist þetta ógeðslega gaman.

„Ég er að ná langt í þessu, ég fæ vel borgað fyrir þetta og hef það gott,“ segir hann og bendir á að hann sé á topp 6 lista yfir samkynhneigða leikara í klámiðnaðinum.

Horfðu á fyrsta hluta viðtalsins hér fyrir ofan. Annar hluti verður birtur á Nútímanum á föstudag.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing