Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hneykslast á vali tímaritsins Time á fólki ársins á nánast hverju ári frá 2012. Hann sagðist á dögunum hafa afþakkað nafnbótina maður ársins vegna þess að tímaritið gat ekki staðfest hvort hann yrði valinn.
Donald birti þetta tíst á Twitter á dögunum og vakti það strax mikla athygli
Time Magazine called to say that I was PROBABLY going to be named “Man (Person) of the Year,” like last year, but I would have to agree to an interview and a major photo shoot. I said probably is no good and took a pass. Thanks anyway!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 24, 2017
„Tímaritið Time sagðist væntanlega ætla að útnefna mig mann ársins, eins og í fyrra, en að ég yrði að samþykkja viðtal og stóra myndatöku,“ sagði Donald Trump á Twitter.
„Ég sagði að „væntanlega“ væri ekki nógu gott og afþakkaði boðið. Takk samt!“
Donald virðist vera með Time á heilanum en á Twitter var bent á að hann hafi hneykslast á vali tímaritsins á fólki ársins nánast árlega frá 2012. Eina skiptið sem hann sleppti því var árið 2013 en annars hefur hann aldrei skilið hvorki upp né niður í valinu á manni eða fólki ársins.
He gets worked up over Time Magazine's Man of the Year Award almost every year. Like clockwork. pic.twitter.com/27TnDTguAD
— Adam White (@adamjwhitedc) November 24, 2017
Fyrir utan í fyrra þegar hann var valinn maður ársins. Þá þakkaði hann kærlega fyrir sig og sagði að um stórkostlegan heiður væri að ræða þrátt fyrir að hafa áður sagt tímaritið hafa tapað trúverðugleika sínum.